Hlaupið hefst við rætur Hverfjalls og leiðir keppendur í átt að Mývatni í nánd við jarðhitasvæði, hvera og hraungrýti eins langt og augað eygir. Finnið svartan hraunsandinn við hvert fótstig, upplifið hinar dularfullu Dimmuborgir og sjáið gufustrókana rísa er við þjótum framhjá Jarðböðunum. Hlaupið endar við Voga Ferðaþjónustu.
Við bjóðum upp á þrennskonar vegalengdir. Maraþon, hálfmaraþon og kvartmaraþon.
Maraþon: 42,2 Km
Hálf maraþon: 21,1 Km
Kvart-maraþon: 10,5 Km
Ert þú tilbúin að taka næsta skref?
NB. Íslensk náttúra er viðkvæm og verðmæt, því er mjög mikilvægt að keppendur fari ekki af merktum vegi og fari ekki fram úr hvor öðrum ef það þýðir að þeir þurfi að fara út af slóðinni! Sömuleiðis er stranglega bannað að henda rusli, svo sem vatnsglösum, út í náttúruna.
Sem skrásett/ur á Íslandi, getur þú skráð þig í Eldfjallamaraþonið (Iceland Volcano Marathon) án þess að þurfa að kaupa aðgang að ferðapökkunum okkar.
Maraþon/Hálfmaraþon: 150 Evrur
10,5 Km: 100 Evrur
Innifalið í verðinu er:
Tímataka og niðurstöður
Bolur
Medalía
Læknisþjónusta á hlaupabraut
Léttar veitingar við endareit
#softcup endurnýtanlegur hlaupabolli
Mannaðar vatnsstöðvar
Ef þú ákveður að kaupa aðeins aðgang að hlaupinu án ferðapakka, er það undir sjálfri/sjálfum þér komið að koma þér á áfangastað. Við munum þó keyra þig frá endareit til byrjunarreit hlaupsins.
Eldfjallahlaupið (Iceland Volcano Maraþon) er mun meira en bara hlaup. Hlaupið snýst um að njóta augnabliksins með fjölskyldu, vinum og öðrum hlaupaáhugamönnum. Ef þú hefur áhuga, getur þú tekið þátt í 6-daga ferðapakkanum okkar og upplifað hópferð með fullri dagskrá, máltíðum, gistingu og síðast en ekki síst, komast í færi við manneskjur frá öllum heimshornum!
Eldfjallahlaupið er staðsett á einum fallegasta stað Norður Íslands. Leiðin inniheldur hvoru tveggja malbik, mjúkan eldfjallasand, möl og mold. Þó hægt sé að hlaupa í hefðbundnum hlaupaskóm, mælum við helst með utanvegaskóm.
Hægt er að lesa frekari leiðarlýsingu hér fyrir neðan:
Ef þú hefur eitthverjar spurningar eða athugsemdir, ekki hika við að senda okkur skilaboð. Þjónustuteymið okkar, staðsett í Kaupmannahöfn, mun hjálpa þér með glöðu geði!
Samskiptin fara fram á ensku eða dönsku.
Tøndergade 16
DK-1752 Kaupmannahöfn V
Danmörk
36 98 98 38
Skrifstofan er opin Mánudag - Föstudag 10-16
marathon@albatros-adventure.com